Tímasetning á byrjun á skóladegi í grunnskóla

Málsnúmer 202311010

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Snæþór kom inn á fund kl. 10:32
Tekin umræða um hvort möguleiki væri á að byrja skóladaginn seinna á morgnanna í grunnskólum Dalvíkurbyggðar ?
Fræðsluráð, leggur til að það verði gerð könnun hjá foreldrum og starfsfólki varðandi skólabyrjun í grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:56.

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um hvort möguleiki væri á að byrja skóladaginn seinna á morgnanna í grunnskólum Dalvíkurbyggðar ?Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til að það verði gerð könnun hjá foreldrum og starfsfólki varðandi skólabyrjun í grunnskólum Dalvíkurbyggðar."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að gerð verði könnun hjá foreldrum og starfsfólki um skólabyrjun í grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður á könnun foreldra varðandi byrjun á skóladegi.
Fræðsluráð leggur til út frá niðurstöðu könnunar að byrjun á skóladegi verði óbreytt að svo stöddu.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Helgi Einarsson kom inn að nýju á fundinn kl. 16:32.

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður á könnun foreldra varðandi byrjun á skóladegi.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til út frá niðurstöðu könnunar að byrjun á skóladegi verði óbreytt að svo stöddu."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að byrjun á skóladegi verði óbreytt að svo stöddu út frá niðurstöðu foreldrakönnunar.