Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2024

Málsnúmer 202311005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1087. fundur - 09.11.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja eftirfarandi til við sveitarstjórn:
Álagningarprósentur fastaeignaskatta fyrir A, B, og C flokka verði óbreyttar á milli ára eða 0,50%, 1,32% og 1,65%.
Álagningarprósentur lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára eða 1% af fasteignamati lóðar vegna íbúðahúsalóða, 2,90% vegna atvinnulóða og 3% vegna ræktarlands.
Sorphirðugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu.
Vatnsgjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna vatnsveitu.
Fráveitugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu.

Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að gjalddagar fasteigna- og þjónustugjalda verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar 2024. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja eftirfarandi til við sveitarstjórn: Álagningarprósentur fastaeignaskatta fyrir A, B, og C flokka verði óbreyttar á milli ára eða 0,50%, 1,32% og 1,65%. Álagningarprósentur lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára eða 1% af fasteignamati lóðar vegna íbúðahúsalóða, 2,90% vegna atvinnulóða og 3% vegna ræktarlands. Sorphirðugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu. Vatnsgjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna vatnsveitu. Fráveitugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu. Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að gjalddagar fasteigna- og þjónustugjalda verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar 2024. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024:
Álagningarprósentur fastaeignaskatta fyrir A, B, og C flokka verði óbreyttar á milli ára eða 0,50%, 1,32% og 1,65%.
Álagningarprósentur lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára eða 1% af fasteignamati lóðar vegna íbúðahúsalóða, 2,90% vegna atvinnulóða og 3% vegna ræktarlands.
Sorphirðugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu, sbr. liður 23 hér á eftir, mál 202307014.
Vatnsgjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna vatnsveitu, sbr. liður 23 hér á eftir, mál 202307014.
Fráveitugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu, sbr. liður 23 hér á eftir, mál 202307014.
Gjalddagar fasteigna- og þjónustugjalda verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar 2024. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga."