Umsókn um lóð - Skíðabraut 3

Málsnúmer 202310103

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Með umsókn dags. 23.október sl. óskar Ragnar Sverrisson eftir íbúðalóð við Skíðabraut 3 á Dalvík.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókninni þar sem ekki liggja fyrir byggingaskilmálar um lóðina. Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að mæliblaði fyrir lóðina á næsta fundi ráðsins, í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar í samræmi við lóðarúthlutunarreglur sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 14. fundi skipulagsráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dags. 23.október sl. óskar Ragnar Sverrisson eftir íbúðalóð við Skíðabraut 3 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókninni þar sem ekki liggja fyrir byggingaskilmálar um lóðina. Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að mæliblaði fyrir lóðina á næsta fundi ráðsins, í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar í samræmi við lóðarúthlutunarreglur sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna lóðarumsókn vegna Skíðabrautar 3. Með vísan í bókun hér að ofan, liður 35 - mál 202304030, þá er gert ráð fyrir að deiliskipulagsvinna fyrir svæðið neðan Skíðabrautar og niður Sandskeið hefjist 2024, málinu er því vísað til þeirrar deiliskipulagsvinnu.