Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2023-2024

Málsnúmer 202309039

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 271. fundur - 12.09.2023

Tekið fyrir erindi dags. 05.09.2023 frá Innviðaráðuneytinu. Samþykkt hefur verið að gera breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024. Umsóknir um aðgengisframlög úr Fasteignasjóði skulu berast sjóðnum ásamt fylgigögnum eigi síðar en 31. desember 2024. Meðfylgjandi er yfirlit yfir skiptingu fjármagns sem heimilt er til úthlutunar innan hvers þjónustusvæðis.
Félagsmálaráð felur starfshópi um aðgengismál fatlaðra í sveitafélaginu að sækja um aðgengisframlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.