Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202309020

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 271. fundur - 12.09.2023

Tekin fyrir rafpóstur frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra dags. 05.09.2023
Í erindi hennar kemur fram að staða forvarnarfulltrúa við lögregluembættið verður ekki með sama sniði og verið hefur frá og með 1. september. Embættinu var gert að skera niður og staða forvarafulltrúa er því miður eitt af þeim verkefnum sem hverfa við það. Áfram mun lögreglan sinna forvarnarverkefnum en stilla þarf þeim upp með öðrum hætti.
Félagsmálaráði þykir miður að staða forvarnarfulltrúa hafi verið lögð niður, þar sem félagsmálaráð telur mikla þörf fyrir aukið forvarnarstarf. Starf forvarnarfulltrúa hefur reynst mjög vel og hefur eftirfylgni fulltúans verið til fyrirmyndar.