Frá Samkeppniseftirlitinu; Tilmæli vegna samkeppnisaðstæðna á flutningamarkaði

Málsnúmer 202309003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1079. fundur - 07.09.2023

Tekið fyrir erindi frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett þann 1. septmber sl., þar sem fram kemur að í gær lauk Samkeppniseftirlitið rannsókn á alvarlegu samráði á flutningamarkaði, sbr. ákvörðun nr. 33/2023, Alvarleg brot Samskipa á samkeppnislögum. Áður hafði Eimskip gert sátt við eftirlitið um lyktir málsins, viðurkennt brot og greitt sektir. Ítarlegar upplýsingar um málið má nálgast á þessari slóð:
https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/alvarleg-brot-samskipa-a-samkeppnislogum

Af ákvörðuninni má draga ýmsar ályktanir sem nýta má fram á við. Í fyrsta lagi varpar málið ljósi á mikilvægi þess að tryggja aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstöðu og skipaafgreiðslu. Í öðru lagi má skýrt ráða af málinu að samráð í landflutningum hefur skaðað atvinnustarfsemi og hagsmuni á landsbyggðinni. Í þriðja lagi má sjá af málinu hversu mikilvægt það er að vera á varðbergi gagnvart nýrri og sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum.

Með allt framangreint í huga hefur Samkeppniseftirlitið tekið saman stutt álit þar sem fjallað er um þau atriði sem hér eru nefnd. Þar sem framangreind tilmæli snerta starfsemi og ábyrgðarsvið sveitarfélaga á breiðum grunni er álitinu beint að öllum sveitarfélögum á Íslandi.

Álitinu er einnig beint til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar sérstaklega og Faxaflóahafna sf.

Það er von Samkeppniseftirlitsins að álitið geti orðið að gagni í störfum sveitarfélagsins. Jafnframt er áréttað að eftirlitið er reiðubúin að liðsinna eftir því sem talið er nauðsynlegt.

Álitið er sett fram með vísan til samkeppnislaga, en Samkeppniseftirlitið hefur m.a. það hlutverk að benda stjórnvöldum á leiðir til að efla samkeppni.

Hjálagt er álitið ásamt með frétt sem birt verður á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Lagt fram til kynningar.