Þéttingarreitir innan Dalvíkur, kynning frá 2019

Málsnúmer 202306097

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Í apríl árið 2019 var haldinn íbúafundur þar sem kynntar voru hugmyndir Árna Ólafssonar arkitekts hjá Teikna um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík. Vinna við deiliskipulagsgerð fyrir íbúðarbyggðir ofan Böggvisbrautar, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur er að hefjast, en fyrirséð er að framboð á íbúðarlóðum fer minnkandi.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að framkvæmdasvið kanni hvernig heppilegast sé að vinna áfram út frá framlagðri þéttingartillögu.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Ágúst Hafsteinsson arkitekt lagði fram samantekt á lóðarvalkostum við þegar byggðar götur á Dalvík sem eru ekki í áætluðum eða rétt óhöfnum deiliskipulagsverkefnum á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar

Skipulagsráð - 27. fundur - 16.10.2024

Lagt fram minnisblað unnið af Form ráðgjöf ehf. þar sem settar eru fram tillögur að þéttingarreitum innan Dalvíkur.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13.september 2023.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felst í stækkun íbúðasvæðis 201-ÍB norðan við Ægisgötu á Dalvík fyrir tvær lóðir fyrir raðhús á einni til tveimur hæðum. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðablöð fyrir eftirtaldar lóðir og grenndarkynna þau fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða:
Einbýlishús á einni til tveimur hæðum við Karlsbraut nr. 4, 14, 30.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fimm til sex íbúða raðhús við Hjarðarslóð norðan við hús nr. 1.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir sat hjá við umræðu og afgreiðslu varðandi Hjarðarslóð.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 27. fundi skipulagsráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram minnisblað unnið af Form ráðgjöf ehf. þar sem settar eru fram tillögur að þéttingarreitum innan Dalvíkur. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13.september 2023.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felst í stækkun íbúðasvæðis 201-ÍB norðan við Ægisgötu á Dalvík fyrir tvær lóðir fyrir raðhús á einni til tveimur hæðum. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðablöð fyrir eftirtaldar lóðir og grenndarkynna þau fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða:
Einbýlishús á einni til tveimur hæðum við Karlsbraut nr. 4, 14, 30.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fimm til sex íbúða raðhús við Hjarðarslóð norðan við hús nr. 1.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir sat hjá við umræðu og afgreiðslu varðandi Hjarðarslóð."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs, en þó með breytingum á skilgreiningum á húsagerð og fjölda lóða, um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felst í stækkun íbúðasvæðis 201-ÍB norðan við Ægisgötu á Dalvík fyrir lóðir fyrir raðhús og/eða parhús á einni til tveimur hæðum. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðablöð fyrir eftirtaldar lóðir og grenndarkynna þau fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða: Einbýlishús á einni til tveimur hæðum við Karlsbraut nr. 4, 14, 30.
Þriggja til sex íbúða raðhús við Hjarðarslóð norðan við hús nr. 1.