Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202305058

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 271. fundur - 12.09.2023

Farið yfir tímaramma fjárhagsáætlunar 2024. Einnig var starfsáætlun ársins 2023 skoðuð og farið yfir áherslur nefndarmanna vegna fjárhagsáætlunar ársins 2024. Lagt til að boða til aukafundar vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar og samþykkt að eiga auka fund vegna vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024.

Félagsmálaráð - 272. fundur - 01.10.2023

Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir drög að starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2024. Einnig var farið yfir fjárhagsáætlun félagsmálasviðs 2024.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum drög að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs 2024.

Félagsmálaráð - 273. fundur - 10.10.2023

Lögð var fram gjaldskrá félagsmálasviðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2024.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að hækka gjaldskrá um 4.9% nema framfærslukvarða og heimilisþjónustu um 7%.