Innköllun gagna um upptöku og notkun vatns fyrir árið 2022

Málsnúmer 202304022

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Rúnar H. Óskarsson sat ekki undir þessum lið.
Orkustofnun og Veðurstofa Íslands hafa um árabil haft samstarf um skráningu á nýtingu vatns, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns og með þeim hætti haft mikilvægar upplýsingar um vatnsauðlindina og hafa þær nýst sem undirstaða í skýrslugerð um vatn og vatnsnotkun, m.a. til alþjóðlegra stofnana.

Orkustofnun óskar hér með eftir skilum fyrir síðasta ár, þ.e. 2022, bæði um upptöku og notkun vatnsveitna.

Sveitarstjóri í samráði við verkstjóra veitna hefur sent Orkustofnun umbeðin gögn.
Lagt fram til kynningar.