Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116

Vakta málsnúmer

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Rætt um þá vinnu sem er framundan varðandi yfirferð og breytingar á gjalskrám málaflokksins samhliða gerð fjárhagsáætlunar. Tillögur að gjaldskrám verða lagðar fram á næsta fundi ráðsins.

Byggðaráð - 1036. fundur - 01.09.2022

Til umræðu forsendur og áherslur varðandi gjaldskrár sveitarfélagsins 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1038. fundur - 15.09.2022

Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru til umræður forsendur og áherslur varandi gjaldskrár sveitarfélagsins 2023.
Byggðaráð beinir því til stjórnenda og fagráða að fara vel yfir allar gjaldskrár m.a. út frá þeirri þjónustu sem veitt er og kostnaði að baki.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 139. fundur - 20.09.2022

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlagða gjaldskrá með 5 atkvæðum. Gjaldskrá er að hækka um 4,9%.

Byggðaráð - 1045. fundur - 20.10.2022

Á fundinum var farið yfir tillögur frá fagráðum og stjórnendum vegna breytinga á gjaldskrám á milli ára.


Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 119. fundur - 24.10.2022

Gjaldskrár- og samþykktarbreytingar Hafnasjóðs, fráveitu, hitaveitu og vatnsveitu lagðar fyrir og teknar til umræðu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum framlagðar tillögur að gjaldskrám Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2023. Vísað til byggðaráðs.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlagt minnisblað Sviðsstjóra um breytingar á samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð og felur Sviðsstjóra að vinna að tillögum að breytingu á samþykktinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 3. fundur - 24.10.2022

Gjaldskrár sem falla undir Umhverfis- og dreifbýlisráð lagðar fyrir og teknar til umræðu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 3. fundur - 25.10.2022

Gjaldskrár sem falla undir Skipulagsráð lagðar fyrir og teknar til umræðu.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlögð drög að gjaldskrá með viðbótum.

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var farið yfir tillögur frá fagráðum og stjórnendum vegna breytinga á gjaldskrám á milli ára.

Teknar til umfjöllunar vinnuskjöl og tillögum frá fagráðum að breytingum á gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

Tekin til umfjöllunar eftirfarandi minnisblöð:
Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs - skýring með gjaldskrábreytingum fráveitu.
Frá sviðsstjóra framkvæmdasvðis - skýring með gjaldskrábreytingum byggingafulltrúa.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að upplýsa starfsmenn fagráða um ábendingar og áherslur byggðaráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 142. fundur - 01.11.2022

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að bæta þessu máli við áður auglýsta dagkrá með 4 atkvæðum. Ákveðið að endurskoða áður samþykkta gjaldskrá.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til hækkun á gjaldskrá frá árinu 2022 um 9%. Þó með þeim fyrirvara að verð verði rúnað af við 50 krónur.

Fræðsluráð - 276. fundur - 09.11.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fyrir gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2023.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs er falið að ganga frá gjaldskrá Dalvíkurbyggðar í samræmi við þær umræður sem fóru fram á fundinum.

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að eftirfarandi gjaldskrám 2023:
Frá Félagsmálasviði;
Heimilsþjónusta
Framfærslukvarði.
Matarsendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði;
Íþróttamiðstöð.
Útleiga á Íþróttamiðstöð til stærri viðburða.
Félagsmiðstöðin Týr.
Leiga á húsnæði Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilsins Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólagjöld vegna Krílakots og Kötlukots.
Gjaldskrá safna; Bókasafn, Héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll.

Framkvæmdasvið:
Gjaldskrá Fráveitu ásamt tillögu að breytingum á samþykkt um fráveitu Dalvíkurbyggðar.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Hitaveitu.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá og reglur vegna útleigu verðbúða.
Gatnagerðargjöld 2023.
Gjaldskrá byggingafulltrúa.
Minnisblað- Skipulagsráð gjaldskrá.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár
Leiguland.
Böggvisstaðaskáli.
Kattahald.
Hundahald.
Fjallskil
Refa- og minkaveiðar.
Slökkvilið
Sorphirðugjald.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár með eftirtöldum undantekningum:

Gjaldskrá íþrótta- og æskulýðsmála er frestað og óskað er eftir að fá hana aftur á fund byggðaráðs eftir að búið er að fara yfir hana samkvæmt ábendingum byggðaráðs.
Gjaldskrár fræðslu- og uppeldismála er samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur er samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum mað áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.
Gjaldskrár Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er frestað.
Gjaldskrá vegna Böggvisstaðaskála; afgreiðslu frestað - gerðar nokkrar breytingartillögur á fundinum.
Gjaldskrá vegna uppreksturs samþykkt með leiðréttingu sem gerð var á fundinum á ártali.
Gjaldskrá vegna leigulands samþykkt með leiðréttingu sem gerð var á fundinum á ártali.


Menningarráð - 93. fundur - 22.11.2022

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2023.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum gjaldskrá safna, fyrir fjárhagsárið 2023.

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. voru gjaldskrár 2023 til umfjöllunar og afgreiðslu. Tillögum að gjaldskrám vegna íþrótta- og æskulýðsmála, Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Böggviðsstaðaskála var frestað.

Með fundarboði fylgdi uppfærð tillaga að gjaldskrá vegna Böggvisstaðaskála.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá Böggvisstaðaskála með breytingum á 3. gr. er varðar innheimtu á leigunni þannig að hún verði fyrirfram mánaðarlega og að ártalinu sé breytt úr 2023 í 2022. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1048. og 1049. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022 og 24.11.2022 voru eftirtaldar gjaldskrár fyrir árið 2023 til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkti gjaldskárnar samhljóða og vísaði þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar:

Frá Félagsmálasviði;
Heimilsþjónusta.
Framfærslukvarði.
Matarsendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði;
Leiga á húsnæði Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilsins Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólagjöld vegna Krílakots og Kötlukots.
Gjaldskrá safna; Bókasafn, Héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll.

Framkvæmdasvið:
Gjaldskrá Fráveitu ásamt tillögu að breytingum á samþykkt um fráveitu Dalvíkurbyggðar.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá og reglur vegna útleigu verðbúða.
Gatnagerðargjöld 2023.
Gjaldskrá byggingafulltrúa.
Minnisblað- Skipulagsráð gjaldskrá.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár Leiguland.
Böggvisstaðaskáli.
Kattahald.
Hundahald.
Fjallskil
Refa- og minkaveiðar.
Slökkvilið
Sorphirðugjald.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 samþykkt samhljóða og henni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar.
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var frestað afgreiðslu á tillögu að gjaldskrá vegna iþrótta- og æskulýðsmála og óskað var eftir að fá gjaldskrána aftur á fund byggðaráðs eftir að búið er að fara yfir hana samkvæmt ábendingum byggðaráðs.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettur þann 24. nóvember sl. þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda gjaldskrá eins og hún liggur fyrir. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 143. fundur - 06.12.2022

Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á gjaldskrá, lagt fram til kynningar.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarstjórn að öryrkjar og eldriborgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi, frá og með 1. janúar 2023. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur þetta hafa óveruleg áhrif á tekjur íþróttamiðstöðvarinnar og muni ekki þurfa að gera breytingar á fjárhagsáætlun vegna þessa.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar en afgreiðslu á gjaldskránni var frestað í byggðaráði.

b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur á milli umræðna í sveitarstjórn.
Á 352. fundi sveitarstjórnar var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023 tekin til fyrri umræðu. Síðara umræða fer fram í sveitarstjórn 20. desember nk.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:20.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingu á b) lið í 2. gr. þannig að orkugjaldið verði kr. 1,525 pr.kwst í stað kr. 1,2 pr. kwst. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

a) Gjaldskrá vegna íþrótta- og æskulýðsmála.

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var frestað afgreiðslu á tillögu að gjaldskrá vegna iþrótta- og æskulýðsmála og óskað var eftir að fá gjaldskrána aftur á fund byggðaráðs eftir að búið er að fara yfir hana samkvæmt ábendingum byggðaráðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettur þann 24. nóvember sl. þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda gjaldskrá eins og hún liggur fyrir. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

b) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar en afgreiðslu á gjaldskránni var frestað í byggðaráði. Niðurstaða: a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna íþrótta- og æskulýðsmála 2023.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2023.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 143. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á gjaldskrá, lagt fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarstjórn að öryrkjar og eldriborgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi, frá og með 1. janúar 2023. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur þetta hafa óveruleg áhrif á tekjur íþróttamiðstöðvarinnar og muni ekki þurfa að gera breytingar á fjárhagsáætlun vegna þessa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs þannig að öryrkjar og eldri borgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fá frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi, frá og með 1. janúar 2023.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða að taka tillöguna til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var samþykkt sú tillaga til sveitarstjórnar að gerð verði breyting á b) lið í 2. gr. þannig að orkugjaldið verði kr. 1,525 pr.kwst í stað kr. 1,2 pr.kwst.
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur verði tekin til gagngerðar skoðunar á nýju ári og að þeirri vinnu sé vísað til byggðaráðs og veitu- og hafnaráðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári.

Byggðaráð - 1053. fundur - 05.01.2023

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar við síðari umræðu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur:
"a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári."

Samkvæmt fyrirliggjandi rafpósti frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þá er óskað eftir nánari skýringum á rökstuðningi á þeim breytingum sem gerðar eru á gjaldskránni. Ekki verður hægt að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 fyrr en umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sveitarstjóra um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna í samræmi við minnisblað sveitarstjóra.

Byggðaráð - 1054. fundur - 12.01.2023

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar við síðari umræðu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur:
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári.


Samkvæmt fyrirliggjandi rafpósti frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þá er óskað eftir nánari skýringum á rökstuðningi á þeim breytingum sem gerðar eru á gjaldskránni. Ekki verður hægt að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 fyrr en umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sveitarstjóra um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna í samræmi við minnisblað sveitarstjóra. "

Á fundinum voru gerðar breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi breytingatillögur á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 og vísar gjaldskránni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar við síðari umræðu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur: a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári. Samkvæmt fyrirliggjandi rafpósti frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þá er óskað eftir nánari skýringum á rökstuðningi á þeim breytingum sem gerðar eru á gjaldskránni. Ekki verður hægt að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 fyrr en umbeðnar upplýsingar liggja fyrir. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sveitarstjóra um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna í samræmi við minnisblað sveitarstjóra. " Á fundinum voru gerðar breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi breytingatillögur á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 og vísar gjaldskránni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir tillögum að breytingum á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 frá síðari umræðu um gjaldskrána.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 með þeim breytingartilögum sem liggja fyrir frá síðari umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum.