Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Með umsókn, dagsettri 3. maí 2022, óskar Hafþór Helgason eftir lóðinni við Hringtún 10 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 3. maí 2022, óskar Hafþór Helgason eftir lóðinni við Hringtún 10 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 10.

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Með erindi, dagsettu 13. desember 2022, óskar Hafþór Helgason eftir fresti til að skila inn byggingarnefndarteikningum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 10 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 13. desember 2022, óskar Hafþór Helgason eftir fresti til að skila inn byggingarnefndarteikningum. Skipulagsráð felur sviðsstjóra að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 10 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlengingu á úthlutun lóðar við Hringtún 10.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "HHS verktakar ehf. kt. 590517-2080, Daggarlundi 12 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 200 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 10, Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2023-06-16. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið." Með greinargerð deiliskipulagsins er ákvæði um umsögn skipulagsráðs og skipulagshönnuðar vegna byggingarleyfisumsókna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn skipulagshöfundar vegna Hringtúns 10 á Dalvík, dagsett þann 6. júlí sl. Að mati skipulagshöfundar verður ekki séð að það frávik sem gert er ráð fyrir frá hæðarskilmálum gangi á hlut næstu nágranna svo teljandi sé, s.s. valdi auknu skuggavarpi á útivistarsvæði næstu nágranna né skerði útsýni þeirra. Frávikið sem felst í aukinni hæð vesturútveggs snýr að Hringtúni 9a - 9c sem er raðhús á einni hæð og stendur nokkuð hærra en fyrirhuguð nýgging. Sunnan við Hringtún 10 er gluggalaus langveggur á bílgeymslu Hringtúns 9 og þar hefur umrætt frávik á lóð Hringtúns frá skilmálum engin teljandi árhif. Varðandi þau útlitslegu gæði sem raunhæft er að sé að fara fram á er því til að svara að um er að ræða einfalt og stílhreint hús.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu og erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Hringtún 7, 8 og 9 a-c og Hólaveg 19. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "HHS verktakar ehf. kt. 590517-2080, Daggarlundi 12 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 200 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 10, Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2023-06-16. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið." Með greinargerð deiliskipulagsins er ákvæði um umsögn skipulagsráðs og skipulagshönnuðar vegna byggingarleyfisumsókna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn skipulagshöfundar vegna Hringtúns 10 á Dalvík, dagsett þann 6. júlí sl. Að mati skipulagshöfundar verður ekki séð að það frávik sem gert er ráð fyrir frá hæðarskilmálum gangi á hlut næstu nágranna svo teljandi sé, s.s. valdi auknu skuggavarpi á útivistarsvæði næstu nágranna né skerði útsýni þeirra. Frávikið sem felst í aukinni hæð vesturútveggs snýr að Hringtúni 9a - 9c sem er raðhús á einni hæð og stendur nokkuð hærra en fyrirhuguð nýgging. Sunnan við Hringtún 10 er gluggalaus langveggur á bílgeymslu Hringtúns 9 og þar hefur umrætt frávik á lóð Hringtúns frá skilmálum engin teljandi árhif. Varðandi þau útlitslegu gæði sem raunhæft er að sé að fara fram á er því til að svara að um er að ræða einfalt og stílhreint hús.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu og erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Hringtún 7, 8 og 9 a-c og Hólaveg 19. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu skipulagsráðs að lóðarhafa, Hafþóri Helgasyni, verði heimilt að vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu og erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Hringtún 7, 8 og 9 a-c og Hólaveg 19. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.