Umsókn um lóð - Öldugata 2, Árskógssandi

Málsnúmer 202202040

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Júlíus vék af fundi kl. 08:51 vegna vanhæfis.

Erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. febrúar 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni Öldugata 2, Árskógssandi til byggingar raðhúss.

Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta EGO húsum ehf. lóðinni að Öldugötu 2 á Árskógssandi og felur skipulags- og tæknifulltrúa að útbúa lóðarleigusamning fyrir lóðinni.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Júlíus vék af fundi kl. 08:51 vegna vanhæfis. Erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. febrúar 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni Öldugata 2, Árskógssandi til byggingar raðhúss. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta EGO húsum ehf. lóðinni að Öldugötu 2 á Árskógssandi og felur skipulags- og tæknifulltrúa að útbúa lóðarleigusamning fyrir lóðinni. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Öldugötu 2 á Árskógssandi til EGO húsa ehf.