Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 2. nóvember 2021, þar sem gert er grein fyrir hvatningu frá stjórn Sambandsins til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir, samþykktir og gjaldskrár. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert samning við VSÓ Ráðgjöf um gerð handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem verður tilbúin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Einnig hefur Sambandið gert samning við EFLU verkfræðistofu um leiðir til að innleiða svonefnda "Borgaðu þegar þú hendir" aðferðafræði við gjaldtöku í málaflokknum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og umhverfisráðs til eftirfylgni og skoðunar.

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Með erindi, dagsettu 2. nóvember 2021, tilkynnir Karl Björnsson fyrir hönd Sambands íslenskra sveitfélaga að von sé á handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem eigi að vera tilbúin í byrjun næsta árs. Enn fremur eru sveitarstjórnir um allt land hvattar til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka á gildi 1. janúar 2023.
Umhverfisráð tekur undir það að mikilvægt sé að hefja undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem fyrst og felur sviðsstjóra Framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1016. fundur - 10.02.2022

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:47 til annarra starfa.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Bjarni Daníel DAníelsson, sviðstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:48.

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 2. nóvember 2021, þar sem gert er grein fyrir hvatningu frá stjórn Sambandsins til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir, samþykktir og gjaldskrár. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert samning við VSÓ Ráðgjöf um gerð handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem verður tilbúin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Einnig hefur Sambandið gert samning við EFLU verkfræðistofu um leiðir til að innleiða svonefnda "Borgaðu þegar þú hendir" aðferðafræði við gjaldtöku í málaflokknum.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og umhverfisráðs til eftirfylgni og skoðunar."

Á fundinum var gert grein fyrir stöðu mála hvaða þetta verkefni varðar; fundi, aðkomu SSNE, hvað er framundan og hvernig þarf að bregðast við fyrir 1.1.2023.
Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar og gögn um þessar umfangsmiklu breytingar sem eru fram undan.
https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/urgangsmal/

Bjarní vék af fundi kl. 15:07.





Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 369. fundur - 04.03.2022

Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk.
Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið".

Byggðaráð - 1025. fundur - 19.04.2022

Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið"."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 30. mars sl. þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins;

"Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru."

Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 8. apríl sl., þar sem SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.

Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnunþ
Fundurinn, sem er rafrænn, verður haldinn 25.apríl kl. 14:00 - kl. 17:00.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Til kynningar:
Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið"." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 30. mars sl. þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins; "Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru." Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 8. apríl sl., þar sem SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnunþ Fundurinn, sem var rafrænn, var haldinn 25.apríl.
Lagt fram til kynningar.