Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðauki vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði 2020 - hækkun

Málsnúmer 202012006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 968. fundur - 03.12.2020

Formaður byggðaráðs datt tímabundið út af fjarfundi 15:37 og tók því ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna deildar 00100 að upphæð kr. -48.195.305 vegna hækkana á framlögum úr Jöfnunarsjóði samkvæmt áætlun sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 39 við fjárhagsáætlun 2020, við deild 00100 að upphæð kr. -48.195.305. Áætluð framlög verða því samtals kr. -568.773.487 í stað kr. -520.578.182. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 968. fundi byggðaráðs þann 3. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Formaður byggðaráðs datt tímabundið út af fjarfundi 15:37 og tók því ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Varaformaður tók við fundarstjórn. Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna deildar 00100 að upphæð kr. -48.195.305 vegna hækkana á framlögum úr Jöfnunarsjóði samkvæmt áætlun sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 39 við fjárhagsáætlun 2020, við deild 00100 að upphæð kr. -48.195.305. Áætluð framlög verða því samtals kr. -568.773.487 í stað kr. -520.578.182. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2020 við deild 00100, tekjur að upphæð kr. -48.195.305 vegna aukinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.