Gjaldskrár á Veitu- og hafnasviði.

Málsnúmer 202008016

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 97. fundur - 19.08.2020

Vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 er nauðsyn á að skoða þá fjárþörf sem fyrirhugaðar framkvæmdir fjárhagsársins kalla á. Í tengslum við það fékk sviðsstjóri endurskoðanda sveitarfélagsins til að kanna þá þörf sem er til breytinga á gjaldskrám. Á fundinum var framgreind samantekt kynnt.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Veitu- og hafnaráð - 98. fundur - 16.09.2020

Við gerð fjárhagsáætlana hvert ár er tekin umræða um nauðsyn þess að breyta gjaldskrám á veitu- og hafnasviði.

Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og Hitaveitu Dalvíkur hafa ekki breyst síðan 2018 en Hafnasjóðs og Fráveitu Dalvíkurbyggðar tóku breytingum um síðustu áramót.

Farið hefur verið í ýmsar kostnaðarsamar framkvæmdir á síðustu árum, þar má nefna: Austurgarður hjá Hafnasjóð, hreinsistöðvar hjá Fráveitu, geymsluskáli og undirbúningur Brimnesvirkjunar hjá Hitaveitu og viðhald á brunndælum og skoðun á nýjum brunnsvæðum hjá Vatnsveitu.

Rétt er einnig að geta þess að samningsbundnar launahækkanir hafa átt sér stað.

Að framansögðu leggur sviðsstjóri til að allar gjaldskrá á veitu- og hafnasviði hækki um 2,4%, sem er verðbólguspá fyrir 2021.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og felur honum að leggja breyttar gjaldskrár fyrir næsta fund ráðsins.