Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005110

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Með innsendu erindi dags. 11. mars 2020 óskar Míla eftir byggingarleyfi fyrir endurnýjun á fjarskiptamastri við Hafnarbraut 26 Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eftirfarandi nágrönnum
Bjarkarbraut 15-21 og Hafnarbrautar 21 og 25.
Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið svisstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Með innsendu erindi dags. 11. mars 2020 óskar Míla eftir byggingarleyfi fyrir endurnýjun á fjarskiptamastri við Hafnarbraut 26 Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eftirfarandi nágrönnum
Bjarkarbraut 15-21 og Hafnarbrautar 21 og 25.
Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið svisstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og byggingaleyfi til Mílu vegna endurnýjunar á fjarskiptamastri við Hafnarbraut 26 með fyrirvara um grenndarkynningu og jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Til kynningar og umræðu fundargerð samráðsfundar með íbúum við Bjarkarbraut sem haldin var miðvikudaginn 9. september síðastliðinn.

Eftir grenndarkynningu og samráðsfund með íbúum tekur umhverfisráð undir áhyggjur íbúa varðandi hugsanleg neikvæð áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og getur því ekki fallist á umsókn Mílu um byggingarleyfi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir því við Mílu að aðrar leiðir verði skoðaðar.
Samþykkt samljóða með fimm atkvæðum.