Kórónasmit og sóttvarnaráætlun

Málsnúmer 202001104

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 93. fundur - 05.02.2020

Í bréfi sem dagsett er 30. janúar 2020, frá Hafnasambandi Íslands, er vakin athygli á að svonefnt kórónasmit sé að breiðast út á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að mikilvægt er að minna hafnir á stöðu þeirra og hlutverk í þessu sambandi. Annars vegar vegna millilandasiglinga með vörur og hins vegar og ekki síst vegna farþegaskipa, sem hefja árlegar siglingar til landsins þegar líður á maímánuð.

Í bréfinu er einnig minnt á að 2017 var staðfest og gefin út viðbragðsáætlun vegna sóttvarna hafna og skipa, en sú áætlun er landsáætlun. Í ljósi þróunar mála er eindregið mælst til þess að hafnir kynni viðbragðsáætlunina sérstaklega fyrir starfsmönnum hafnanna og einnig þeim sem mikilvægt er að þekki til ferla áætlunarinnar.

Hafnasambandið mun fylgjast með þróun mála og fá nánari leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð frá sóttvarnarlækni eftir því sem tilefni er til.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að kynna fyrir hafnastarfsmönnum viðbragðsáætlun vegna sóttvarna hafna og skipa.