Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlunar 2019 vegna fjölgunar funda umhverfisráðs

Málsnúmer 201907048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 913. fundur - 25.07.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 16. júlí 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 518.178 við deild 09100 vegna fleiri funda umhverfisráðs en gert var ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 14 fundum í gildandi áætlun en nú er áætlað að þeir verði 18. Áætlaður launakostnaður vegna umhverfisráðs með launatengdum gjöldum yrði þá kr. 2.622.642 og lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni við fjárhagsáætlun 2019 um viðauka við deild 09100 að upphæð kr. 518.178 vegna fundakostnaðar umhverfisráðs, viðauki nr. 21/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.