Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna

Málsnúmer 201901067

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 72. fundur - 07.02.2019

Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags 18.desember 2018 um starfsemi héraðsskjalasafna. Hvatt er til þess að sveitarstjórnarstigið í samstarfi við ríkisvaldið skoði málaflokkinn í heild sinni en að mati skýrsluhöfunda er ljóst að starfsemi héraðsskjalasafna er víða áfátt.

Einnig lögð fram skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna og skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Skýrslurnar eru unnar úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna sem fram fór á árinu 2017.
Menningarráð hefur kynnt sér skýrslurnar og meginniðurstöður og athugasemdir skýrslu um Héraðsskjalasafn Svarfdæla. Menningarráð samþykkir að fara í heimsókn á Héraðsskjalasafnið í upphafi næsta fundar ráðsins og fara yfir athugasemdir skýrslunnar með forstöðumanni safna.