Úthlutun úr námsgagnasjóði 2018

Málsnúmer 201809082

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 230. fundur - 10.10.2018

Hlynur Sigsveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, kynnti úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir skólaárið 2018-2019. Árskógarskóli fékk 32.659 og Dalvíkurskóli 278.640 en úthlutun sjóðsins tekur mið af fjölda skráðra nemenda í hverjum grunnskóla. Ráðstöfun fjárins einskorðast við kaup á námsgögnum frá lögaðilum öðrum en Menntamálastofnun.
Lagt fram til kynningar.