Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2018

Málsnúmer 201712004

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 70. fundur - 06.12.2017

Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum sem gildir frá 1. janúar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum.

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“ Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum sem gildir frá 1. janúar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum."

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá vegna leigu á verbúðum við Dalvíkurhöfn og að reglum um útleigu á atvinnuhúsnæði í eigu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Tillag að gjaldskrá sýnir breytingar á fjárhæðum á milli ára.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að gjaldskrá fyrir verðbúðir og reglur um útleigu á atvinnuhúsnæði Hafnasjóðs og breytingum á gjaldskrá í samræmi við ofangreint og afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.