Atvinnulífskönnun 2017

Málsnúmer 201709017

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 26. fundur - 06.09.2017

Í nóvember 2015 lagði atvinnumála- og kynningarráð fyrir atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu. Niðurstöður hennar eru hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið.

Upplýsingafulltrúi lagði til að ráðist verði í álíka könnun aftur núna í nóvember 2017 og að sambærilegt form verði notað og í fyrri könnun til að fá samanburð.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gerð verði atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu í nóvember 2017.

Atvinnumála- og kynningarráð - 30. fundur - 17.01.2018

Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

,,Í nóvember 2015 lagði atvinnumála- og kynningarráð fyrir atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu. Niðurstöður hennar eru hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið.

Upplýsingafulltrúi lagði til að ráðist verði í álíka könnun aftur núna í nóvember 2017 og að sambærilegt form verði notað og í fyrri könnun til að fá samanburð.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gerð verði atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu í nóvember 2017."

Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 15. nóvember til 10. desember 2017.

Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Þannig voru til dæmis þau íþróttafélög sem eru með þjálfara á launum með í könnuninni.

Sendur var kynningarpóstur um könnunina þar sem fram komu upplýsingar um tilgang og markmið hennar, fjölda spurninga og svo framvegis. Ítrekun var send út þrisvar á tímabilinu.

Spurningalistinn var sendur á 149 fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Svör bárust frá 80 fyrirtækjum.
Svarhlutfall er 54%.

Heildarfjöldi spurninga í könnuninni er 32 eins og árið 2015.

Valdemar Þór Viðarsson víkur af fundi vegna annarra starfa kl. 14:26.
Upplýsingafulltrúi fer yfir niðurstöður atvinnulífskönnunar 2017.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrirtækjum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þegar skýrsla hefur verið unnin.

Atvinnumála- og kynningarráð - 32. fundur - 07.03.2018

Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,, Upplýsingafulltrúi fer yfir niðurstöður atvinnulífskönnunar 2017. Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrirtækjum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þegar skýrsla hefur verið unnin."

Upplýsingafulltrúi kynnti fyrstu drög að skýrslu og framsetningu gagna.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar upplýsingafulltrúa fyrir vel unna skýrslu og felur henni að birta niðurstöður atvinnulífskönnunarinnar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.