Útboð á skólamat 2017 - 2020

Málsnúmer 201704028

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 215. fundur - 12.04.2017

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólamáltíða í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla frá hausti 2017 til vors 2020 og drög að samningi þar um. Endanleg útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðum skal skilað eigi síðar en miðvikudaginn 7. júní 2017.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólamáltíðir verði boðnar út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 818. fundur - 12.04.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 215. fundi fræðsluráðs þann 12.04.2017 var eftirfarandi bókað:

"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólamáltíða í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla frá hausti 2017 til vors 2020 og drög að samningi þar um. Endanleg útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðum skal skilað eigi síðar en miðvikudaginn 7. júní 2017.



Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólamáltíðir verði boðnar út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum."





Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 217. fundur - 14.06.2017

Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti tilboð sem barst í skólamat í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla næstu þrjú árin, 2017 - 2020. Eitt tilboð barst frá Blágrýti ehf. Frestur skólaskrifstofu til að yfirfara gögnin og ljúka samningagerð rennur út 24. júlí.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að gerð samnings við Blágrýti ehf á grundvelli tilboðs þeirra og í samræmi við umræður á fundinum.

Fræðsluráð - 218. fundur - 05.07.2017

Sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, lagði fram drög að lokasamningi um skólamat við Blágrýti ehf. á Dalvík.
Fræðsluráð samþykkir drögin með 5 atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Blágrýti ehf.
Gunnþór og Guðríður fóru af fundi klukkan 9:50.

Byggðaráð - 830. fundur - 17.08.2017

Undir þessum lið sat Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 218. fundi fræðsluráðs þann 5. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, lagði fram drög að lokasamningi um skólamat við Blágrýti ehf. á Dalvík.
Fræðsluráð samþykkir drögin með 5 atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Blágrýti ehf."

Ofangreind afgreiðsla fræðsluráðs var staðfest á fundi byggðaráðs.

Með fundarboði fylgdi undirritaður verksamingur um hádegisverð 2017-2020 á milli Dalvíkurbyggðar og Blágrýtis ehf. hvað varðar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 16. ágúst 2017, er varðar ósk um afstöðu byggðaráðs hvað varðar framtíðar fyrirkomulag á skiptingu kostnaðar á hádegismat fyrir leik- og grunnskóla og jafnframt hvort ekki beri að breyta gjaldskrám skólanna.

Einingarverð samkvæmt núgildandi verðum og gjaldskrá er:
Grunnskóli kr. 613, niðurgreitt af Dalvíkurbyggð kr. 233, verð til foreldra kr. 380.
Verð vegna leikskóla er innheimt samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma.

Einingarverð samkvæmt nýjum samningi:
Grunnskóli kr. 730, ef niðurgreitt af Dalvíkurbyggð í sömu hlutföllum kr. 277, verð til foreldra kr. 453.

Hækkun á niðurgreiðslu Dalvíkurbyggðar er áætluð kr. 4.472.622 miðað við ofangreindar forsendur og óbreytt hlutfall niðurgeiðslu sveitarfélagsins.

Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun um hvort núverandi fyrirkomulagi á kostnaðarskiptingu haldist óbreytt eða hvort Dalvíkurbyggð hyggst hækka niðurgreiðslur til að koma til móts við hækkun á einingarverði.

Forsendur á grunngjaldi/einingarverði fyrir grunnskólamáltíðum hafa breyst umtalsvert. Lagt er til að samhliða ákvörðun um fyrirkomulag varðandi kostnaðarþátttöku foreldra og Dalvíkurbyggðar verði tekin afstaða til þess hvort ekki beri að hækka núgildandi gjaldskrár fyrir mat í leik- og grunnskólum á komandi skólaári.

Þá er lagt til að bætt verði við þann texta sem fylgir gjaldskrám fræðslu- og menningarsviðs að áskilinn sé réttur til breytinga á gjaldskrám hvenær sem er á árinu komi til forsendubreytinga á undirliggjandi grunngjaldi.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl.14:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verð skólamáltíðar í grunnskólum verði:
Hludeild foreldra kr. 453,- per máltíð.
Hlutdeild Dalvíkurbyggðar kr. 277,- per máltíð.
Verð taka breytingum skv. vísitölum, sbr. gildandi samningur við Blágrýti ehf.

Verð fyrir máltíðir í leikskólum verði óbreytt og innheimt skv. gildandi gjaldskrá á hverjum tíma.