Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; ósk um tilflutning fjármagns á fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201704008

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 817. fundur - 06.04.2017

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 3. apríl 2017, þar sem fram kemur ósk um tilflutning á fjármunum á milli málaflokka. Óskað er eftir að kr. 450.000 verði fluttar af snjómokstri og hálkueyðingu, deild 10600, og yfir á gatna- og lóðarhreinsun, liður 08240-4947, þar sem götur sveitarfélagsins eru meira og minna þaktar hálkuvarnarefni eftir veturinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á fjárhagsáætlun, kr. 450.000 tilfærslu af málaflokki 10 og yfir á málaflokk 08. Ekki er þörf á ráðstöfun á móti. Viðauki 6/2017.