Umsókn um lóð fyrir tjaldstæði á Hauganesi

Málsnúmer 201702103

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 289. fundur - 05.04.2017

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

,,Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins.''



Með innsendur erindi dags. 22. febrúar 2017 óskar Elvar Reykjalín fyrir hönd Ektafisks ehf eftir lóð fyrir tjaldsvæði á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Gögn málsins voru send í grendarkynningu 22. febrúar og bárust þrjár ábendingar.

Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar sem fram komu eftir grenndarkynningu á verkefninu. Ráðið leggur til að svæðið fyrir húsabíla að norðan verði minnkað eins og fram kemur í tillögu ráðsins og einnig svæðið vestan við Aðalgötu 3.

Umhverfisráð samþykkir að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt breyttri afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Umsækjanda er bent á að ef deiliskipuleggja þurfi svæðið vegna starfseminnar beri hann allan kostnað af því.

Samþykkt með fimm atkvæðum.