Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi

Málsnúmer 201702003

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 32. fundur - 07.03.2018

Dalvíkurbyggð er þátttakandi í verkefninu Arctic Coast Way en verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi og teygir sig frá Hvammstanga og yfir á Bakkafjörð. Verkefnið nær þannig yfir 17 sveitarfélög og 21 bæ eða þorp á leiðinni.

Markmið verkefnisins Arctic Coast Way er að þróa ferðamannaveg eftir strandlengjunni á þessu svæði en vegurinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þannig er markmiðið að búa til nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi, auka sýnileika svæðisins á innlendum og erlendum mörkuðum, dreifa ferðamönnum meira um landið, auka dvalartíma ferðamanna á Norðurlandi, innleiða sjálfbærni og lengja ferðamannatímann.

Markaðsstofa Norðurlands heldur utanum verkefnið en það hefur sérstakan stýrihóp sem samanstendur af fulltrúum svæðanna og sérfræðingum í málefnum ferðaþjónustu. Verkefnisstjóri þess er Christiane Stadler.

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur - 05.06.2019

Á 44. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Kostnaði vísað á lið 21500-4915. Norðurstrandarleiðin, Arctic Coast Way verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 8. júní nk.
Mikið var rætt um hvort tímasetningin 8. júní henti fyrir viðburð í Dalvíkurbyggð þar sem margt annað á sér stað þessa helgi og því margir uppteknir. Markmiðið var að hreinsa fjörurnar á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi og bjóða uppá lifandi tónlist. Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því mjög nýju samstarfsverkefni Fiskidagsins mikla og Arctic Adventures og hvetur til almenningsþátttöku.