Húsnæðismál

Málsnúmer 201610024

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 208. fundur - 09.05.2017

Félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar barst bréf dags. 23.apríl 2017 frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð þar sem þau óska eftir tímasettri áætlun búsetuúrræða og atvinnumála fatlaðra einstaklinga í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð er meðvitað um þörf fyrir búsetuúrræði fyrir fatlaða í Dalvíkurbyggð. Nú þegar er starfandi vinnuhópur á vegum sveitarfélagsins til að kortleggja þörf og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Á þessu ári er gert ráð fyrir 20 milljónum í undirbúningsvinnu og er gert ráð fyrir að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 liggi fyrir frekari áætlun.



Félagsmálaráð bendir á að undanfarin ár hefur Dalvíkurbyggð verið í fararbroddi með atvinnu fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og eru eða hafa verið starfandi einstaklingar með skerta starfsgetu á flestum starfsstöðum sveitarfélagsins. Á undanförnum árum hefur félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar útvegað börnum með fötlun á aldrinum 16-18 ára sumarvinnu og greitt launin þeirra þrátt fyrir að ekki sé lagaskylda þar um.

Félagsmálaráð - 209. fundur - 13.06.2017

Félagsmálastjóri kynnti hvaða vinnu vinnuhópur er byggðarráð skipaði fyrr á árinu hefur unnið varðandi húsnæðismál fyrir fötluð ungmenni, kynningarfund með foreldrum og umsókn um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs.
Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni yfir stöðu mála og að búsetumál fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð séu komin í þennan farveg.