Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar; endurskoðun 2017

Málsnúmer 201606115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 815. fundur - 16.03.2017

Til umfjöllunar endurskoðun á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar en gildandi samþykkt er frá júlí 2008.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögur að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Einnig er óskað eftir umsögn frá lögreglu.

Byggðaráð - 823. fundur - 01.06.2017

Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umfjöllunar endurskoðun á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar en gildandi samþykkt er frá júlí 2008.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögur að breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Einnig er óskað eftir umsögn frá lögreglu."

Upplýst var á fundinum að framkvæmdastjórn hefur lokið yfirferð sinni og fyrir liggur umsögn frá Lögreglunni sem búið er að taka tillit í þeim drögum sem liggja fyrir fundi byggðaráðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar lögreglusamþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Bjarni Th. Bjarnason.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu.

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

Á 293. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu. "

Enginn tók til máls.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til staðfestingar ráðuneytis.

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

Á 826. fundi byggðaráðs þann 6. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 293. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní 2017 var eftirfarandi bókað: "Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu. " Enginn tók til máls.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til staðfestingar ráðuneytis."

Samkvæmt svari Dómsmálaráðuneytis þann 16. ágúst s.l. þá kemur fram að ráðuneytið sendi þann 17. júlí 2017 lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar til umsagnar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Ráðuneytinu barst umsögn lögregluembættisins þann 14. ágúst s.l. Þess er óskað að Dalvíkurbyggð veiti umsögn sína og afstöðu til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Á fundi framkvæmdastjórnar þann 21. ágúst s.l. var farið yfir ofangreinda umsögn og í meðfylgjandi lögreglusamþykkt er búið að taka tillit til þeirra ábendinga sem þar komu fram.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar breytingar á lögreglusamþykktinni og vísar henni til ráðuneytisins til staðfestingar.