Saga byggðasafna á Íslandi

Málsnúmer 201412046

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 47. fundur - 11.12.2014

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir fundinn.

Með fundarboði fylgdi bréf frá forstöðumanni Hvols þar sem hún segir að Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, hafi haft samband og óskað eftir að rituð verði saga Byggðasafnsins Hvols í bók um byggðasöfn á Íslandi.

Kristján Hjartarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

Menningarráð samþykkir að ráðinn verði verktaki til starfa við ritun á sögu byggðasafnsins fyrir allt að 750.000 kr. að því gefnu að það rúmist innan ramma safnsins eða styrkir fáist til verksins.