Frá Viking Heliskiing; Samningur um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar milli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf.

Málsnúmer 201406085

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 702. fundur - 03.07.2014

Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viking Heliskiing ehf., bréf dagsett þann 16. júní 2014, þar sem kemur að félagið er þyrluskíðafyrirtæki sem hefur hug á að nýta allt landsvæði Tröllaskagans vegna starfsemi sinnar. Vísað er til samnings á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða.

Fram kemur að Viking Heliskiing telur að samningur um "einkarétt" líkt og hér um ræðir þjóni ekki lögmætum tilgangi og að engin lagastoð sé fyrir gerð slíks samnings. Það er jafnframt álit bréfritara að samingur sem þessi feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum. Viking Heliskiing fer þess á leið við sveitarfélagið Dalvíkurbyggð að félaginu verði heimilað að stunda þyrluskíðamennsku á afmörkuðu landsvæði sveitarfélagsins og gerð er sú krafa að sveitarfélagið ógildi eða breyti núverandi samningi sínum við Bergmenn ehf. Verði sveitarfélagið ekki við kröfum Viking Heliskiing um ofangreint og viðræður við fyrirsvarsmenn fyrirtækisins innan 30 daga frá dagsetningu þessa bréfs er félagið nauðbeygt til að láta reyna á lögmæti framangreinds samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita atbeina dómstóla.

a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi frá Viking Heliskiing ehf. til skoðunar hjá LEX lögmönnum.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Viking Heliskiing á milli funda og upplýsa Bergmenn ehf. um ofangreint erindi.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að svarbréfi sveitarfélagsins til Viking Heliskiing.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum sem hann átti með forsvarsmönnum Viking Heliskiing 2. júli s.l. Einnig kom fram að sveitarstjóri mun eiga fund með forsvarsmanni Bergmanna ehf. í dag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við þau drög sem liggja fyrir.