Upplýsingar frá tónlistarskólanum

Málsnúmer 201403173

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 180. fundur - 26.03.2014

Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar greindi frá ýmsum þáttum úr starfi tónlistarskólans á síðustu mánuðum. Hann talaði um góðan árangur nemenda skólans á Nótunni, hugmyndir um auknar áherslur á samspil, hugmyndir um próf í lok vetrar, samstarf við Dalvíkurskóla, búnað fyrir hljóðupptökur sem keyptur var nýlega og fleira. Eins ræddi Magnús um tónfræðikennslu og þá vöntun sem verið hefur á henni í skólanum þar sem próf nemenda eru ekki metin í öðrum skólum nema þeir hafi tónfræði með. Hann reifaði hugmyndir sem hann hefur til að koma tónfræðikennslunni í farveg. Eins var rætt um samstarf við Árskógarskóla og rætt var um hvort hægt væri að halda áfram samstarfi við leikskólana næsta vetur.