Fjallskil og göngur 2013

Málsnúmer 201304087

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 80. fundur - 24.04.2013

Á fundi landbúnaðarráðs í maí 2011 var ákveðið að framvegis er stefnt að því að 1. göngur verði í öllum fjallskiladeildum Dalvíkurbyggðar um aðra helgi í september ár hvert þó aldrei síðar en í 21. viku sumars og að hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 1. helgina í október.

Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 6. til 8. september og seinni göngur í Árskógsdeild viku síðar eða um helgina 13. til 15. september og í Dalvíkur- og Svarfaðardalsdeild um helgina 20. til 22. september.

Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 4. og 5. október.

Zophonías Jónmundsson, bóndi að Hrafnsstöðum, óskar eftir leyfi landbúnaðarráðs að ganga fyrstu göngur 31. ágúst.

Landbúnaðarráð samþykkir framangreinda beiðni.

Ef einhver hefur athugasemdir við þessar tillögur þá er viðkomandi bent á að koma þeim til byggingarfulltrúa eða formanns landbúnaðarráðs fyrir 15. maí n.k..