Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 41. fundur - 03.12.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun um rekstrarskostnað við Sundlaugina í Árskógi en í dag er hún notuð vikulega yfir vetrartímann í skólasund.  Íþrótta- og æksulýðsráð óskar eftir því við skólastjóra Árskógarskóla að hann skipuleggi skólasundið í lotum frá áramótum, þ.e. að sundkennslan  eigi sér stað þegar snjóa leysir. Jafnframt óskar ráðið eftir umsögn fræðsluráðs um fyrirkomulag sundkennslu sem og óskar eftir því að umhverfis- og tæknisvið vinni tíu ára viðhaldsáætlun fyrir sundlaugina.

Fræðsluráð - 169. fundur - 12.12.2012

Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun um rekstrarskostnað við Sundlaugina í Árskógi en í dag er hún notuð vikulega yfir vetrartímann í skólasund. Íþrótta- og æksulýðsráð óskar eftir því við skólastjóra Árskógarskóla að hann skipuleggi skólasundið í lotum frá áramótum, þ.e. að sundkennslan eigi sér stað þegar snjóa leysir. Jafnframt óskar ráðið eftir umsögn fræðsluráðs um fyrirkomulag sundkennslu sem og óskar eftir því að umhverfis- og tæknisvið vinni tíu ára viðhaldsáætlun fyrir sundlaugina" Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við þá tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs en óskar eftir að fylgjast með málinu áfram.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 43. fundur - 05.02.2013

Á 41. fundi íþrótta- og æskulýðsráð var eftirfarandi bókað:”Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun um rekstrarskostnað við Sundlaugina í Árskógi en í dag er hún notuð vikulega yfir vetrartímann í skólasund.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við skólastjóra Árskógarskóla að hann skipuleggi skólasundið í lotum frá áramótum, þ.e. að sundkennslan eigi sér stað þegar snjóa leysir. Jafnframt óskar ráðið eftir umsögn fræðsluráðs um fyrirkomulag sundkennslu sem og óskar eftir því að umhverfis- og tæknisvið vinni tíu ára viðhaldsáætlun fyrir sundlaugina.“ Viðhaldsáætlunin liggur ekki fyrir og er þessum lið því frestað.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 64. fundur - 08.01.2015

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræddu og lýsti yfir áhyggjum varðandi öryggi í kringum sundlaugina í Árskógi s.s. að vatn sé ekki í lauginni þegar hún er ekki í notkun. Lögð var fram tillaga þess efnis að hún yrði tæmd á milli þess sem hún er í notkun.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að klára kennslu fram á vor og þá verði hún tæmd. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við umsjónarmann fasteigna hvort rétt sé að grípa til einhverra aðgerða til að sporna við því að hún falli saman.

Fræðsluráð - 223. fundur - 14.02.2018

Frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð - 224. fundur - 14.03.2018

Skýrsla frá verkfræðistofunni Eflu um ástand sundlaugarinnar í Árskógi lögð fram til afgreiðslu. Sviðsstjóri fór yfir efni skýrslunnar og sagði einnig frá því að gengið hefði verið úr skugga um að frárennslislagnir eru í lagi.
Fræðsluráð leggur samhljóða til að farið verði í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir svo fyrirhuguð sundkennsla geti farið fram í sundlauginni í Árskógi nú í vor. Sviðsstjóra er falið að vinna í samstarfi við umhverfis- og tæknivið að nákvæmri kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á sundlauginni og leggja málið fyrir næsta fund ráðsins.