Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka; Styrkbeiðni vegna sýningarinnar "Friðland fuglanna" annar áfangi.

Málsnúmer 201110052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 598. fundur - 20.10.2011

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 6. október 2011, þar sem óskað er eftir fyrir hönd Náttúruseturs á Húsabakka eftir fjárstuðningi Dalvíkurbyggðar við annan áfanga sýningarinnar "Friðland fuglanna". Dalvíkurbyggð styrkti sýninguna um kr. 3.000.000 á árinu 2011 og óskað er eftir kr. 4.000.000 framlagi á árinu 2012.Ofangreint erindi var tekið fyrir á fundi menningarráðs þann 13. október 2011. Menningarráð frestaði afgreiðslu en óskar eftir því við bæjarráð að tekin verði stefnumiðuð ákvörðun um á hvern hátt sveitarfélagið ætlar að standa að setrinu og óskar eftir sameiginlegum fundi um þetta mikilvæga málefni.
Bæjarráð samþykkir að verða við ofangreindri beiðni menningarráðs um fund um málið.

Menningarráð - 28. fundur - 09.11.2011

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar kom inn á fundinn til að ræða stefnu sveitarfélagsins vegna Náttúrusetursins að Húsabakka.
Menningarráð vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.