Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur, frá 05.06.2019.

Málsnúmer 1906003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

  • Á 44. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Kostnaði vísað á lið 21500-4915. Norðurstrandarleiðin, Arctic Coast Way verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 8. júní nk. Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Mikið var rætt um hvort tímasetningin 8. júní henti fyrir viðburð í Dalvíkurbyggð þar sem margt annað á sér stað þessa helgi og því margir uppteknir. Markmiðið var að hreinsa fjörurnar á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi og bjóða uppá lifandi tónlist. Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því mjög nýju samstarfsverkefni Fiskidagsins mikla og Arctic Adventures og hvetur til almenningsþátttöku. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.
    Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs fól ráðið þjónustu- og upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í samræmi við gildandi reglur.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Atvinnumála- og kynningaráð auglýsti opið fyrir umsóknir í Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar þann 30. apríl sl. Umsóknarfrestur var auglýstur í einn mánuð og síðasti dagur til umsóknar því 30. maí.
    Engar umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni. Auglýst var á heimasíðu og facebook-síðu Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða lögð fram til kynningar og í framhaldi rætt um möguleikann á að auglýsa sjóðinn á fleiri stöðum á næsta ári.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

    Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."


    Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Þjónustu- og upplýsingafulltrúi lagði fram til kynningar stöðu upplýsingasíðu eins og hún lítur út í dag. Verkefnið er komið vel á veg og lofar góðu.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að klára verkefnið sem fyrst og koma því síðan áleiðis til þeirra sem starfa á ferðamannastöðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni. Þá mætti einnig koma upplýsingasíðunni áleiðis til fyrirtækja á borð við Markaðstofu Norðurlands sem Dalvíkurbyggð er aðili að.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 231 og nr. 232. Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 51 Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitartjórn.