Ungmennaráð - 17, frá 25.04.2018.

Málsnúmer 1804012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Ungmennaráð - 17 Lögð fram til kynningar ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á Hótel Borealis í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 21. - 23.mars 2018. Ungmennaráð óskar eftir því að ályktunin verði kynnt byggðaráði og íþrótta- og æskulýðsráði.

    Ályktunin:
    Forsvarsmenn ráðstefnunnar þakka þeim sveitarfélögum og félagasamtökum sem hafa stofnað ungmennaráð og veitt ungmennum vettvang til áhrifa.

    Ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu. Bæta þarf samgöngur um allt land og veita sveitarfélögum heimild til að laga vegi sem heyra undir Vegagerðina. Þar má nefna Grindavíkurveginn þar sem að mörg alvarleg- og banaslys hafa orðið á þeim vegi. Ungt fólk notar samgöngur daglega, hvort sem þau séu farþegar eða ökumenn og viljum við öll að þau komist heilu og höldnu til náms eða í vinnu. Samgöngubætur má fjármagna með komugjöldum á erlenda ferðamenn, þar sem þeir eru orðnir stór hluti þeirra sem nota vegakerfi landsins. Lítils háttar komugjald þarf til að fjármagna endurbætur á vegakerfinu.

    Kvíði og þunglyndi hefur aukist mikið í röðum ungmenna á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Stytting framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú og minni tími nemenda til að sinna félagsstörfum er að stórum hluta orsakavaldur að mati ungmenna. Það þarf að festa það í lög að það séu starfandi sálfræðingar í öllum grunn- og framhaldssólum á landinu. Einnig vantar betri forvarnir í geðheilbrigðismálum og gætu starfandi skólasálfræðingar séð um þá fræðslu.

    Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu mikið um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitastjórnakosningum. Lýðræðisfræðsla og stjórnmálafræðsla þarf að vera aukin í grunn- og framhaldsskólum og nauðsynlegt er að gera heimasíðu Alþingis aðgengilegri og skiljanlegri.

    Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa að ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Við viljum einnig þakka Evrópu unga fólksins fyrir að veita okkur styrk og gera okkur kleift að halda ráðstefnuna. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda, auka og víkka tengslanet sitt, ræða viðhorf sín, koma þeim á framfæri og sanna fyrir jafningjum sínum að ungmenni geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka ungmennaráð UMFÍ sér til fyrirmyndar.
    Ungt fólk er ekki bara framtíðin, við erum til núna og höfum áhrif í dag!
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 17 Ungmennaráð hefur unnið drög að nýju erindisbréfi og vísar því til samþykktar sveitarstjórnar. Í drögunum er gert ráð fyrir að fundir ungmennaráðs fjölgi úr 5 í allt að 12 á ári og er um leið er óskað eftir auknu fjármagni til að geta fundað samkvæmt nýju erindisbréfi. Aðrar helstu breytingar eru á skipan ráðsins, en erindsbréfið hefur ekki verið endurskoðað frá því að ungmennaráð var stofnað árið 2014. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.
  • Ungmennaráð - 17 Ungmennaráð lýsir yfir óánægju sinni með vinnubrögð við niðurlögn á starfi forstöðumanns Víkurrastar á sínum tíma. Ráðið telur að ekki hafi verið skoðað nægilega vel þörfin á því að ráða í starfið aftur með tilvísan í mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar, þar segir að áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar skal forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri ef tilefni er til meta þörf fyrir ráðningu í starfið.

    Ljóst er að mikil þjónustuskerðing hefur átt sér stað og telur ráðið nauðsynlegt að ráðinn verði forstöðumaður sem sinnir starfi félagsmiðstöðvar og ungmennarstarfs í Víkurröst. Það er þá einnig í samræmi við tillögur vinnuhóps um nýtingu Víkurrastar um að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Ráðið telur það ekki samræmast að leggja meiri áherslu á starfsemi Víkurrastar og um leið að leggja niður starf forstöðumanns.

    Ráðið leggur til að málið verði endurmetið og að ráðið verði aftur í sambærilegt starf forstöðumanns Víkurrastar. Ráðið telur mikilvægt að búið verði að vinna þetta fyrir upphaf starfsárs félagsmiðstöðvar næsta haust. Ráðið er tilbúið að koma að þeirri vinnu við að meta og fara yfir með hvaða hætti sé best að endurskipuleggja starfið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 17 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.