Þá er að koma að því, skemmtilegu samverunni í íþróttaskólanum á laugardagsmorgnum.

Íþróttaskóli barnanna er 10 tíma námskeið sem hefst laugardaginn 14. september nk. og er ætlað börnum 2-5 ára (2014-2017) . Námskeiðið verður á laugardagsmorgnum í íþróttamiðstöðinni frá kl 10:00-11:00. Námskeiðsgjald fyrir 10 tíma er 8000 kr (veittur er 50% systkinaafsláttur). Tekið er við greiðslum í fyrsta tíma!

Markmið íþróttaskólans eru:
að efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna
að auka úthald, sjálfstraust og vellíðan barnanna
að losa um streitu og umfram orku
að börnin læri á líkama sinn
að efla samhæfingu
að vernda heilsu barnanna
að börnin læri ýmis stöðuhugtök, átti sig á rými, fjarlægðum og áttum
að börnin læri að fara eftir reglum
að hvetja börnin til áframhaldandi íþróttaiðkunar!

Umsjónarmaður námskeiðsins er Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi, aðstoðarmaður verður Elvar Freyr Jónsson. Tekið er við skráningum gegnum messenger hjá Valdísi eða sms í síma 861-3977. Vinsamlegast takið þá fram fullt nafn barns, aldur (fæðingarár), nöfn foreldra og símanúmer.

Hlökkum til að sjá ykkur
Valdís og Elvar Freyr