Uppbyggingarstefnan



uppb

Uppbyggingarstefnan - Uppbygging sjálfsaga

(e. restitution)  

 

Uppbyggingarstefnan er hugmyndafræði sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga, þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Aðferðin er kennd við Diane Gossen frá Kanada, en hún hefur þróað aðferðina og kennt hana víða um heim.
Haustið 2010 tókum við hér í Krílakoti okkar fyrstu skref í átt að hugmyndafræðinni og höfum markvisst unnið að innleiðingu aðferðarinnar. Til að byrja með var unnið með samskipti hinna fullorðnu (starfsmanna) og í kjölfarið var byrjað að yfirfæra þá þekkingu og skilning á samskipti við börnin. 
 
Þarfahringurinn er sýnilegur og til umræðu í daglegu starfi. Umræða um að við erum með ólíkar þarfir og þurfum að taka tillit til annarra. 
 
Það er mikilvægt að börnin viti til hvers er ætlast af þeim og því unnið markvisst að því að samræma viðbrög kennara og starfsfólks við t.d. brotum og/eða hegðunarvanda barna. Mikilvægast í þeirri vinnu er að læra að takast á við neikvæða hegðun með jákvæðni og uppbyggingu í huga. Að sleppa skömmum og tuði sem skilar engum árangri. Gefum frekar tækifæri til að prófa aftur á eftir eða á morgun og sjá hvort gengur betur að takast á við leik og starf.
 
Við höfum einnig sett okkur ákveðnar reglur eða sáttmála, setjum hann fram á myndrænan hátt og hengjum upp á vegg á deildum. Við teljum mikilvægt að hafa reglur og sáttmála í myndum fyrir börnin svo allir skilji til hvers er ætlast. Að nota myndir í samskiptum getur hjálpað börnunum að muna til hvers er ætlast af þeim.
 
Hér er hægt að skoða meira um uppbyggingarstefnuna