Ytra mat Dalvíkurskóla

Dagana 23.-26. september koma aðilar frá Námsmatsstofnum og framkvæma ytra mat á skólastarfinu í Dalvíkurskóla. Þáttur í því er m.a. að ræða við nemendur, foreldra og starfsfólk skólans í svokölluðum rýnihópum en þar er fólk beðið um að tjá sig um málefni sem varða skólann. Rýnihóparnir eru valdir af handahófi og sitja um 8 manns í hverjum rýnihóp. Á næstu dögum verða send bréf til þeirra sem lentu í úrtakinu og þeir boðaðir til fundar í skólanum. Eins munu foreldrar þeirra barna sem lenda í úrtakinu fá bréf þar sem óskað er eftir samþykki þeirra fyrir setu barns í rýnihópi.