Útivistardagur hjá yngra stigi

Nemendur í 1.-6. bekk  undu sér vel á útivistardegi í Dalvíkurskóla i góðu veðri við ágætar aðstæður. Nemendur gengu frá skólanum í Brekkusel, en þar beið þeirra ilmandi kakó og góðar móttökur starfsmanna. Eftir nestið iðaði fjallið af glöðum nemendum og kennurum sem ýmist voru á skíðum, sleðum eða á  brettum. Þessi dagur var öllum ánægjulegur og gaman  að fylgjast með góðum samskiptum  og vináttu barnanna. Hér má sjá myndir