Útivistardagur

Útivistardagur verður verður fimmtudaginn 5. september. Nemendur mæta í skólann kl. 8:00 og ganga sem hér segir:

  1. bekkur upp að Seltóftum
  2. bekkur upp að girðingu á Böggvisstaðadal
  3. bekkur upp að Brúnklukkutjörn
  4. og 5. bekkur fram að Kofa
  5. bekkur Skeiðsvatn
  6. bekkur Hrísey 

8. - 10. bekkur geta valið um að ganga yfir Reykjaheiði, Vikið eða upp á Bæjarfjallið

ATH !
 
Nauðsynlegt er að börnin séu vel klædd og skóuð og ekki væri verra að hafa aukasokka í bakpokanum. Á svona dögum verða menn afar svangir og þá er mikið og gott nesti hið besta mál. Við vonumst til að veðurguðirnir leiki við hvern sinn fingur, en ef rignir mikið verður deginum frestað og börnin mæta þá í skólann með sínar töskur og tilheyrandi. Gaman væri ef einhverjir foreldrar sæju sér fært að koma með okkur. Að göngudegi loknum er hádegismatur fyrir börn í áskrift, aðrir koma með nestið sitt eins og vant er.
Á útivistardegi hefst skólinn kl. 8 og lýkur kl. 13:30, rútur fara á sama tíma og venjulega.
 
                                                           Með kveðju, skólastjórnendur