Útistærðfræði í 9. bekk

Útistærðfræði í 9. bekk

Í stærðfræði í dag (23.maí) ákváðum við að fara út og njóta góða veðursins. Krökkunum var skipt upp í 3-4 manna hópa og fengu 10 verkefni sem átti að leysa. Þetta voru verkefni úr öllum áttum þar sem tekið var á meðaltali – tíðni – flatarmáli – hreyfingu – áttum (N-S-V-A) og fleira. Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessu og tókum við nokkrar myndir sem sjá má hér.