Útikennsla í stærðfræði á eldra stigi

Útikennsla í stærðfræði á eldra stigi

Óliver stærðfræðikennari kenndi nemendum í 7. SK á hnitakerfið með því að nota ferningslaga gangstéttarhellurnar fyrir utan skólann. Allir nemendur fengu sitt hnit og áttu að staðsetja sig í réttum punkti. Hér eru myndir af því.

10. bekkur lærði á hallatölu og fleira sem tengist jöfnum og gröfum með því að mæla mismunandi ferðahraða. Þegar inn í skólastofuna kom unnu nemendur úr gögnum sínum á formlegan hátt og kynntu niðurstöðurnar fyrri bekkjarfélögunum. Myndir sjást hér.