Uppbyggingarstefnan í Dalvíkurskóla

Uppbyggingarstefnan (Restitution) er hugmyndakerfi sem starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar er að innleiða og ætlar að nota í samskipta- og agamálum. Stefnan er í daglegu tali nefnd Uppbygging. Lögð er áhersla á kennslu sjálfsaga, sjálfsstjórn og uppbyggileg samskipti. Uppbygging miðar að því að finna leiðir til lausna á ágreiningsmálum, skoða hvernig manneskjur við viljum vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða þarfir liggja að baki hegðunar okkar. Ef vel tekst til skapast aðstæður fyrir einstaklinginn til að leiðrétta og bæta fyrir mistök sín, gera betur og snúa síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust.

Diane Gossenfrá Kanada er höfundur stefnunnar og hefur hún unnið með kennurum víða um heim við að þróa hagnýtar leiðir fyrir skóla í samskipta- og agamálum. Stefnan beinist ekki bara að nemendum því hinir fullorðnu í skólanum þurfa að byrja á sjálfum sér við að skapa samheldinn og umhyggjusaman skólabrag. Allir sem vinna með börnum og unglingum ásamt foreldrum geta lært og notað þessar hugmyndir og aðferðir.
Nánari upplýsingar um uppbyggingarstefnuna er hægt að finna hérna á heimasíðunni, endilega kynnið ykkur hana.