Unglingar Dalvíkurskóla glöddu marga í dag á Góðverkadegi Dalvíkurskóla

Á Dalbæ léku nemendur á hljóðfæri, sungu, þrifu, snyrtu hendur og spjölluðu svo eitthvað sé nefnt. Stór hluti nemenda fór út í bæ og mokaði frá húsum eldra fólks og sumir hjálpuðu til við heimaþrif og jólakortaskrif. Þetta er bara brot af því sem glaðir unglingar gerðu í dag. Launin voru þakklæti, frábær samvinna og samvera og tilfinningin að finna að það er nærandi og gaman að gera góðverk. Hér má sjá myndir.