"Travelling"

Nemendur í 5. og 6. bekk voru með kynningu á enskuverkefninu „Travelling“ sem þeir eru búnir að vera að vinna með síðan í haust. Nemendur voru í hópum og valdi hópurinn sér enskumælandi land til að ferðast til og hvernig ferð var farin, ævintýraferð, verslunarferð, sigling o.fl. Unnið var með orðaforða er tengist ferðalagi. Eins og á flugvellinum, hóteli, á veitingastað, söfnum, matsölustað og spjallað við frægan einstakling sem þau hittu fyrir tilviljun. Þá sendu ferðalangarnir skilaboð heim, ýmist sem póstkort, á instagram eða facebook. Tekin var mynd af þeim í því landi sem þau voru í og texti skrifaður við myndina.
Fjölskyldum nemenda var svo boðið að koma á matsölustað og panta sér pasta eða pizzu og þjónuðu nemendur til borðs. Nemendur gerðu einnig spil á ensku og spiluðu sumir við gestina.