Stóra upplestrarkeppnin hjá 7. bekk

Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig í upplestri og framsögn frá því á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Fimmtudaginn 25. febrúar voru fulltrúar skólans til að keppa í Stóru upplestrarkeppnina valdir. Allir nemendurnir stóðu sig með miklum sóma og áttu dómararnir því vandasamt verk á höndum að velja þá sem best lásu. Niðurstaða þeirra varð að fulltrúar bekkjarins eru Guðrún Katrín Ólafsdóttir, Magnea Lind Óðinsdóttir, Malín Baldey Margeirsdóttir og Þorsteinn Friðriksson, varamaður er Snædís Lind Pétursdóttir. Aðalkeppnin verður fimmtudaginn 5. mars kl. 14:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði. Þar keppa fulltrúar Dalvíkurskóla við fulltrúa úr skólanum í Fjallabyggð og úr Árskógarskóla. Hvetjum við alla til að mæta í Tjarnarborg og hlusta á framúrskarandi upplestur.