Starf umsjónarkennara laust til umsóknar

Starf umsjónarkennara í Dalvíkurskóla

Óskað er eftir umsjónakennara í 3. – 4. bekkjar teymi

 

Hæfniskröfur:

-          Grunnskólakennarapróf

-          Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur

-          Hefur frumkvæði og metnað í starfi og getu til að vinna í hóp

-          Hæfni í mannlegum samskiptum og nær vel til barna

-          Góð færni í bekkjarstjórnun

-          Mikill áhugi á skólaþróun

-          Tilbúinn að takast á við fjölbreyttar áherslur í skólastarfi

-          Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum kennsluaðferðum

 

Dalvíkurskóli er 240 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru þekking og færni, virðing og vellíðan. Skólinn leggur áherslu á snemmtæka íhlutun í námi nemenda. Í skólanum er unniðsamkvæmt hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar,  hann er Grænfánaskóli og er mikil áhersla lögð á skólaþróun. Í skólanum er unnið að tilraunaverkefni með spjaldtölvur, unnið er að aukinni samkennslu árganga, teymisvinnu kennara og rík hefð er fyrir fjölbreyttum kennsluháttum.   Í Dalvíkurskóla er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi..

 

Umsóknarfrestur er til 10. október 2014

 

Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla gisli@dalvikurbyggd.is símar 4604980 og 8631329.

    

Senda skal umsókn og ferilsskrá með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.