Sól og sumar í Dalvíkurskóla

Sól og sumar í Dalvíkurskóla

Fyrir örfáum dögum komu nemendur Dalvíkurskóla kappklæddir í skólann alla dag og óðu snjóinn upp að mitti alla daga.

Veturinn var með lengsta og þyngsta móti en það breyttist eins og fingrum væri smellt nú í vikunni.
Á þriðjudag var blíðan með þvílíkum eindæmum að nemendur þurftu að nýta allar leiðir til kælingar. Börnin syntu í vötnum sem áður voru
snjófjöll og því má segja að snjórinn hafi verið margnýttur til leikja þetta skólaárið.
 
Á myndunum má sjá 1. bekkinga í fullu fjöri að skemmta sér sem þeir væru á sólarströnd og 4. bekkinga
ekki langt undan. Frábær sumardagur að baki í Dalvíkurskóla.