Smitvarnir í Dalvíkurskóla

Hér fyrir neðan er samantekt til upplýsingar fyrir foreldra og nemendur um sóttvarnir í Dalvíkurskóla

  • Aðgengi að spritti er mjög gott. Það er spritt í öllum kennslurýmum, við matsal, við alla útganga og á fleiri stöðum.
  • Starfsfólki er skipt upp eftir teymum og á að fara eins lítið og hægt er milli kennslurýma.
  • Starfsfólk nýtir fjarfundabúnað þar sem því verður við komið.
  • 1 m reglan er í gildi innan skólans á milli fullorðinna einstaklinga.
  • Það á enginn að koma inn í skólann nema eiga brýnt erindi eða vera með fundarboð.
  • Nemendur og starfsmenn eiga að þvo sér um hendur eða spritta áður en þeir koma í mötuneyti og eftir frímínútur.
  • Sérstök aðgát er höfð í verkgreinastofum og þar þurfa nemendur að spritta sig áður en kennsla hefst.
  • Nemendum og starfsfólki er skammtaður matur í mötuneyti.
  • Starfsfólk mötuneytis notar grímur við störf sín.
  • Nemendur og starfsfólk eiga að vera heima ef þeir finna fyrir einkennum sem gætu bent til covid 19.

Ef upp kemur smit í skólanum fer smitrakning í gang. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo til fjóra daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í sóttkví.


Allar upplýsingar koma frá skólanum ef til þess kemur og munum við sjá til þess að foreldrar séu vel upplýstir í gegnum tölvupóst. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsfólk upplifi öryggi og viti að í Dalvíkurskóla er gætt er vel að sóttvörnum.


Förum varlega. Við vinnum þetta saman. Við erum öll almannavarnir.